Speyti-Mbotos þáttur blámanns hinn síðari
Svá var það, að einni náttu eftir átveislu þá gríðarlegu er viðhöfð var úr búk Eggbélnis, að árla morguns, þó fyrir dögurð, en þó eftir sólrisu, en þó ekki svá mjög löngu fyrir dögurð, að gríðarleg hjörð Gór-Trylla þundraði í átt að þorpi Speyti-Mbotos. Merkti Mboto það snöggvt, og stökk á bak Fagra-Grá með spjöt allmörg í farteskinu. Þá gaurg Speyti-Mboto til Fagra-Grás: "Búbblíbíírdídí-úkk. Aíí!" (innskot þýðanda: á Kawamba-buhd-buhd-powalöbsku þýðir þetta: "Nú er lag, frómi vin! Nú skal spjótsgeirinn í spalir ok skarpt speyta! Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn!")
Það var sem við Fílinn mælt að hann stökk sem mús á fjórfættu stökki því, er aðeins færustu fílsknapar fá náð. Upphófst þá þröm mikil, og féllu Gór-Tryllin í hrönnum fyrir speytingum Mbotos, sem ýmist lagði til þeirra eða skaut. Tók eitt Gór-Tryllið upp grettistak allsvakalegt og orp því að Mboto af nákvæmni og afli. Mboto merkti það og lét Fagra-Grá stökkva þrefalda hæð sína í loft upp, svo bjargið hneit fyrir bringuspalir Gór-Tryllis eins er þar fyrir aftan stóð svo sundur tók búkinn. Svá stefndi Mboto fíl sínum í loftinu þannig að hann lenti á höfði Gór-Tryllis þess er bjarginu varpað hefði (hafa skal í huga að Gór-Tryllið er sjö sinnum stærra en fíllinn). Lagði hann spjóti í höfuð óargadýrsins svo út tók um kjálkann. Hratt þar út blóð allmikið og lést dýrið samstundis. Stökk þá fíllinn af skrýmslinu, og var Mboto ófeigur. Stundum tveim síðar hafði hann vegið sex tygi Gór-Trylla einn síns liðs með kókoshnetum, brenndum akasíuspjótum og Orrustufíl. Uppskar hann og mikið lof fyrir þetta, og át mikið, og varð sæll, og ölvaður nokkuð er hann svalg lifrarmjöð Gór-Tryllisins, en hann þykir hið mesta lostdrykki meðal vínsmakkara.
Þó er hetjudáðum Speyti-Mbotos á engan veg fullýs hér, kannske verður sagt frá viðureign hans við Sebrakrókódrekann ógurlega, eða hetjudáðum hans gegnt brynvörðum sænskum Flug-Elgjum.
Nóg í bili, meira kemur eftir eftispurn. Sem er líklega engin, þegar út í það er farið.
|