Lognið á eftir storminum
Úff! Úff. Úff!
Vá hvað ég hef haft allt of mikið að gera síðustu tvær vikur! Ég er ekki búinn að hafa tíma fyrir kristilegan nætursvefn í fleiri daga, og er í náttgalsa ævi minnar.
Á síðustu dögum hef ég:
-Borðað gráðaost í beinni
-Handfjatlað um tvær milljónir reiðufjár
-Sofið.. nei, reyndar frekar lítið af því
-Vegið dreka allmarga, sama og venjulega
-Drukkið tylftir lítra af gosi
-Ekki farið í sturtu mjög lengi
-Ekki haft tíma til að umgangast vini mína, en römm er sú taug og seint mun slitna
-Reitt skegg mitt í stressi og álagi. Ágálgi!
Nú lít ég til langþráðs svefns með löngunaraugum... smá svefn í haus er nauðsynlegur til að halda geðheilsunni, sem var jú af skornum skammti til að byrja með.
Menn vikunnar eru:
Aríel, fyrir að lána okkur tölvuna sína og selja miða með okkur af einskærri göfgi
Haukur Homm, fyrir að vera ótrúlega frábær gaur, og að róa mig niður í mesta stressinu
Restin af stjórninni, þau eru æðigæði.
Frimmi og Bjöggi, þyngdar sinnar virði í rauðagulli! Topppelar þar á ferðinni.
Og allir hinir.
Þetta var ein hefðbundnasta færsla hér í langan tíma. En örvæntið ei! Fleppstuðull mun verða í réttu hlutfalli við hressleika.
Góða nótt, og vá, ég hef aldrei meinað það eins mikið og nú. Góða nótt.
|