laugardagur, nóvember 05, 2005

5. X- Sjaldan fellur feitin langt frá steikinni.

Nú finnst mér tími kominn til að ræða um bekkinn minn, 5.X. Við fyrstu sýn gæti svo virst sem í honum væru aðeins úrbeinuð lúðuflök sem grúta út kalkúlus, en svo er ekki. Ég nefni dæmi. Í bekknum finnast meðal annars:

Öryrki (MC)
Flugmaður
Handboltamógúll
Sveitt góður píanisti
Sveitt góður bassaleikari
Sveitt góður Tommi

Bekkjarandinn virðist vaxa ört, líkt og massi eindar sem nálgast ljóshraða. Þó er hér ekki öll sagan sögð, því allir X-ingar lifa tvöföldu lífi. Á daginn leysa þeir stærðfræðidæmi. En þegar sólin sest klæða þeir sig í kevlar-spandexið og berjast gegn ranglæti. Þeir eru X-menn.

Hvur veit, kannski skrifa ég niður æfintýr þeirra síðar. En nú er klukkan orðin margt, og spandexið er þröngt um mittið. Ég uni mér aldrei hvíldar! Með diffrun skal durgum benjar þremja. Sofið rótt, já rótt. Því X-mennin vernda ykkur vökulum augum og vel skilgreindum reikniaðgerðum.