föstudagur, október 07, 2005

Hann-Mann

He-Man er yndislegur ljósdepill í menningarsögunni. Ég hef ákveðið að skrifa sögu um þennan vanmetna snilling.

Adam hét maður, bur Randvers og Márlindu. Þá er Adam þramdi bölverk Beinmunds á bak aftur var afl hans svá mikið, að enginn maður gangandi né skríðandi, né sitjandi í stól eða á steini, eða standandi, hvorki á steini né á öðrum fleti, var honum jafneflingur. Svá mikill var máttur Adams, að hann var nefndur Hann-Mann. Einn dag gekk Hann-Mann til hellisdyngju sinnar til sváfu. Þá merkti Hann-Mann grís nokkurn, er mælti til hans. Svá var þessauki gáfa Hans-Manns að skilja mæli villtra dýra, sem og alidýra, sem og annarra dýra sem hvorki teljast villt né alin. Grísinn mælti: "heill þér, Hann-Mann. Glundræði er í heimanbæ mínum! Kónar Beinmundar hafa hneppt grísi mína í þrældóm. Næst þykir mér, að þú skulir til hólms arka."
Ekki hafði grísinn fyrr orði sínu sleppt þegar Hann-Mann greip um hjöltu sverðs síns, er Gráskalli hét. Þá lyfti hann sverði sínu til himins og gargaði allgífurlega: VIÐ MÁTT GRÁSKALLA! MINN ER MÁTTURINN! Kattlingur Hans-Manns, hver hafði hvílst á steini nokkrum varð grænn á hörund og trölljókst í stærð, auk þess þaktist hann brynplötum allsvakalegum, sem og gat hann varpað leisergeislum um augntóftir sínar. Mælti þá Hann-Mann: "kom þú, Þrumu-Kisi. Látum oss þremja Beinmundi alla þröm þá, er ek þramið fæ." Hann-Mann sté á bak Þrumu-Kisa, og geystust þeir út í sólsetrið á slíkum hraða, að hross hefðu ekki við þeim, þó fimm tygir hlypu saman.

meira síðar, sofa núna.