Vits er þörf, þeim er víða ratar.
- Sá einn veit
- er víða ratar
- og hefir fjöld um farið
- hverju geði
- stýrir gumna hver,
- sá er vitandi er vits.
Gaman nýlega, mikið sofið. Hvíldar var þörf, þeim er hvatki út fleppaði. Gott skemmterí í kvöld, hélt frábært partí sem þurfti reyndar að rýma fullsnemma sökum args nágranna. Já, Guðný, far þú í fúlan pytt! Í fúlan pytt segi ég. En þó lést mér bugur öngvur af því, sem endranær, og sótti ég sumbl (áfengisfrítt hjá mér, að vana) með valinkunnum heiðurstöppum niðri í bæ. Sem verður oft súrt epli, en ekki í þetta skiptið, onei.
Jæja, nú rís sólin bráðum. Ástralir koma heim úr vinnunni.
Nú hefur síðasta ófleyga setning þessa pistils baðað út vængjum sínum, stýfðum af klénheitum og slyddulegum talmálsstíl. En hlutir sem baða út stýfðum vængjum í von um flug eiga það einmitt til að hrapa og verða að blóðugri klessu fiðurs og líffæra á sléttum gleymskunnar. Sem er vonandi.
Góða nótt.
|