sunnudagur, febrúar 13, 2005

Há-árstíðin

Djeng.
Lýsir árshátíðinni fullkomlega í einu hnitmiðuðu atkvæði.
Eftir amstur miðvikudags tók við dans-ham(st)ur... næsta dags.
Téður næsti dagur var nefnilega Árshátíðardagur Framtíðarinnar. Teikn sáust á lofti í aðdraganda hennar. Óðagotsskotin ungmenni þeystust um bæinn, og fóru geyst í keypsku sinni á þrúgum Bakkusar. Munkar Fílabeinsapans spáðu heimsendi.

Síðan gerðist það.

Glóeygð fljóð og spengilegir drengir söfnuðust saman í ýmis fyrirpartí. Eitt slíkt hélt ég, og var það geypihresst, aðallega vegna partíeiginleika íbúðarinnar.

Orrahríð klaufaúrslettinga tók nú snart að harðna þegar ungmennin, líkt og óstöðvandi hjörð af villtum bavíönum, geystust í Gullhamra.

Erfitt er að ná nokkurri átt á uppsprettu taumlauss skemmtanagildis þess að fara á gott ball. Áhyggjuleysið og gleðin ná algleymingi og útlimir fyllast þörf á taktbundnum og ofsafengnum hreyfingum. Hefur áfengi ekkert með þetta að gera, þar sem ég var fullkomlega etrúr (ég tel að orðið edrú eigi uppruna sinn í orðinu etrúri).

Hár styrkleiki. Það lýsir MR best. Ótrúlega öflugt og mikið félagslíf, ótrúlega öflugt og mikið nám. Djöfull er ég ánægður með lífið.
Nóg af fjasi í bili.