Star Wars
Ah... Star Wars er nú alger snilld, kæri lesandi. Þessi mynd sullaði hressilegu magni eldflaugaeldsneytis á eld hins gamla Star-Wars narðar í mér.
Pæling: hvernig væri að Skólafélagið skipulegði hópferð/ir fyrir MRinga á tónleika Sinfóníunnar og á aðra klassíska tónlistarviðburði? Mér hefur fundist sem alldrjúgur hluti þeirra MRinga sem ég hef talað við hafi mætur á slíkri tónlist, og er alls ekki úr vegi að slíkar ferðir væru skipulagðar ef viljinn væri fyrir hendi. Ef til vill efldi þetta áhuga MRinga á klassískri tónlist, eða væri tækifæri til að sýna nýliðum fram á töfra fágaðri geisla tónrófsins?
Svona er heimskulegt að fara á of góða bíómynd þegar maður þarf að vakna daginn eftir. Ég er allt of innblásinn til að sofa!
Til gamans má rifja upp uppruna orðatiltækisins "All your base are belong to us."
Fáfræðingar, fallnir í forardý rænuleysisins, gætu haldið að téð lína sé ekkert nema torskiljanlegur brandari hjá óþekktum alnetsnerði.
Svo er ekki.
Setningin er tilvitnun í opnunarsenu leikjarins Zero Wing, hver gefinn var út fyrir Sega Mega á sínum tíma. Þýðing leikjarins frá japönsku yfir á ensku var skemmtilega hláleg, og mun ég hér sýna atriðið eins og það leggur sig:
,,In A.D. 2101.
War was beginning [sprenging og leisergeislar sjást í bakgrunni].
Captain: What happen?
Mechanic: Someone set up us the bomb!
Operator: We get signal.[í æsingi]
Captain: What!
Operator: Main screen turn on.
[skuggalegur áni birtist á skjá með hálf-vélrænt höfuð]
Captain: It's you!
Cats: How are you gentlemen.
Cats: All your base are belong to us. You are on the way to destruction.
Captain: What you say?
Cats: You have no chance of survive, make your time.
Cats: Ha ha ha ha!!
[slítur sambandi]
Captain: Take off every Zig! Move Zig!
Captain: For great justice.''
Jæja, dagsskammtur minn af geðveilu er uppurinn. Góða nótt.
|