Bæn litla mannsins
Klukkan er tólf, kvöldið fyrir ólesið stærðfræðipróf.
Ó, stærðfræðigyðja! Veit mér skýra hugsun og sveittan skrifhraða! Veit mér innblástur þegar ég er útblásinn! Og í guðanna bænum, ekki yfirgefa mig á milli eitt og hálfþrjú á morgun. Q.E.D.
Nú tekur svefninn við.
|