Yule in Thule II
Frábær jól. Fjölskyldan hélt upp á aðfangadagskveld í hjalli mínum á Laugarásnum, og það uppáhald gekk vonum framar. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið beztu jól í mörg ár hjá oss. Nú skorti mig á jóladag bók til aflestrar, þar sem mér leist ekki á krimmann sem ég fékk frá ömmu. Ég fylli ekki næturgagnið svo gjörla yfir krimmum, svo mikið er víst. Þá datt mér sú öldungishugmynd í hug að lesa "The Da Vinci Code", þar sem mér hefur einum manna á Íslandi tekist að lesa hana ekki hingað til. En svá bregðast krosstré sem önnur tré. Er reyndar ekki kominn langt í henni, en hún lofar góðu. Á morgun er svo.... nöh! Jób sé oss næstur. Klukkan er orðin margt, og svefnfrygðin ágerist. Meira síðar!
|