miðvikudagur, desember 14, 2005

Fliss kattarins

7 hlutir sem mig langar til að gera áður en ég dey:

Vera hetja
Fara til Grikklands
Skrifa skáldsögu
Eignast börn
Lesa.. það er svo margt sem ég á eftir að lesa!
Ferðast til eða búa í Japan um stund
Læra japönsku

7 hlutir sem ég get gjörvt:

Borðað meira af gráðaosti í einu en flestir dauðlegir menn
Klappað með annarri hönd
Hugsað mjög djúpt
Búið til góðan ís
Talað of hátt
Búggí búggí á dansgólfinu
Riðið hrossi

7 hlutir sem ég get ekki gjörvt:

Fundið lykt af nokkrum sköpuðum hlut
Verið þunglyndur
Spilað fótbolta
Talað japönsku
Flogið (schade.)
Séð það vonda í fólki
Borðað banana. Ávextir satans.

7 hlutir sem heilla mig við fegurra kynið:

Hreinlyndi
Eldur
Gáfur
Fegurð
Kímnigáfa
Tónelska
Andríki

7 staðir sem mig langar á:

Grikkland
Japan
Róm
Tíbet
París
St. Pétursborg
Rúmið mitt

7 orð eða setningar sem ég segi oft:

"Ert'ekki að grennast í mér?"
"Djöfull er ég í góðu skapi í dag!"
"Eins og Ödípus"
"Crazy like a fool"
"Geðveikt!" (því miður)
"Beast!" (við Þorstein)
"Það er svo gaman að vera í Kórnum"

7 hlutir sem ég sé núna:

miðlungsvolgan bloggpistill
gítar
hendur
Albert Einstein
tunglið
japönsk teiknimynd
köflóttar bómullarnáttbuxur

Nóg komið. Næsta fordæmi ég Þorstein, Kára og Darra E.