mánudagur, janúar 09, 2006

Um vetrar miðja nótt

Helgin hefur verið frábær, fór á tvenna magnaða tónleika. Þeir fyrri voru mótmælatónleikar náttúruverndarsinna í Höllinni, þeir seinni voru með Tallis scholars í Langholtskirkju í kvöld. Ég nenni ekki að tala um tónleikana í Höllinni. Ég set það fargan á þig, Þorsteinn, þar sem við fórum saman á þá. En já, ensku söngspírurnar spíruðu af áfergju í rafmögnuðu andrúmslofti. Þessi tónlist er nokkuð frábrugðin því sem maður á að venjast; margar raddir (stundum sjö) syngja yfir og undir og framhjá hvorri annarri í mikilli og tærri hljómkviðu. Það er alltaf gaman að heyra svona góða söngvara, enda eru enskir sönghópar víst þekktir fyrir að syngja hreint. Athygli vakti textinn við sumt af tónlistinni. Þar var ekki skafið utan af því með málalengingum né úrdrætti. Þetta fór eitthvað á þessa leið:

Ó, þú dýrðsamlegi dróttinn í upphæðum
aumkv þér yfir hjákátlegu sköpunarverki þínu
megið þér þvá af mér saurigar syndir mínar
með löngum bursta og klút fyrir nefið.
Ó, þú guðs lamb kristur, þú sem skekur ax þitt,
þér falla hvorki brennifórnir né alfórnir,
þér sem sullið heilahrati hinna heiðnu gregárslega
og krýnið lífið allt með miskunn þinni,
...

"O, lord in heaven. Thou who art so big, so absolutely huge. Well, I can tell you, we're all pretty impressed down here."

Með þessum fleygu orðum Johns Cleese bið ég góða nótt með frómum róm.