laugardagur, desember 10, 2005

Föndurstund

Vá, hvað þetta lag er fyndið! Um er að ræða eitt lagið með Baggalútsbaularanum Tony Ztarblaster. Fyrir þá, sem eru alger flón, sem ekki vita hvaðan lagið er upprunið bendi ég á lagið Þönderströkk með Riðstraumi/Beinstraumi.

Dagurinn fór í stærðfræði. Ef ég segðist hafa farið úr náttfötunum í dag væri það augljóslega lygi. Ekki er laust við að maður sé soldið stoltur af afrakstri dagsins. Ég er búinn að beygja skrýmslið undir blóðugt stígvélið eftir ramman bardaga, klofinn skjöld og ótal sverðshögg. Verkefni morgundagsins er síðan að grilla bestíuna og eta.



























Þau próf sem eru búin heppnuðust vonum framar, vona ég. Prófin sem ekki eru búin mun ég vona að heppnist framar vonum. Vonandi.

Koma svo, krakkar! Eitt komment, eitt komment er allt sem ég þrái! Annars álykta ég að þetta blogg sé að deyja.

Doddi
-Með dauðahryglu.