Jólaglöggur
Loks, loks! Nú er kennslu fyrir jól lokið og við taka jólaprófin. Ekki er alllaust við að nokkur óþreyja hafi komið upp síðustu viku skólans, sem ég tel að betur hefði verið varið í upplestrarfrí. Það segir sitt um hektík ársins að þegar ég kom heim í dag, í lok annarinnar hlammaði ég mér í dyngju mína og svaf værum blundi í sex tíma, vaknaði svo klukkan níu um kveld og fór skömmu síðar að sofa. Prófin leggjast nokkuð vel í mig, en þó segist ég ekki hafið hafa haft nægan tíma til að stunda námið. Þetta er þó í raun rugl og bullumsull; ef ég hefði lifað spartverskt hefði ég auðla (andst. trauðla) getað stundað námið betur, en allir menn þurfa sína hvíld með reglulegu millibili.
Engin kóræfing í tvær vikur. Hvernig skrimtir maður á því, mér er spurn? Ef ég á ekki að sökkva ofan í Hindúisma og mannát verð ég að finna mér eitthvað annað til upplyftingar, og það skjótt!
Allar uppástungur eru vel hafnar. Flljótt! Áður en ég kafna í pappírsflóði efnafræði-og stærðfræðilesturs!
|