föstudagur, nóvember 18, 2005

Þossii!!

Þorsteinn átti afmæli á fimmtudaginn, og telst því samkvæmt öllum helstu mælikvörðum vera átján ára (Þrym-Trúglátar myndu þó segja hann vera 3 og hálfs Garþronks alinn, en ekki skal tíðrætt um Þrym-Trúgláta þar sem þeir hafa sáralítið vægi í nútímasamfélagi þenkjandi manna). Nú er þessi glæsilegi dökkfexti gæðingur löggildur til brullkaups, "Kallinn er heitur, fáið ykkur bita áður en hann klárast(sic)"(Aristóteles), og ættu þeir sem hyggjast stunda manneldi til kynbóta að fá a.m.k. eitt undan "Fagra-Blakki" á meðan færi gefst.

Þossi, þú ert svo on fire að Fabio sjálfur legst út í horn og kjökrar af minnimáttarkennd í návist þinni.

Þessi dama féll í yfirlið af einskærri frygð er hún bar Þorstein augum. Þorsteinn sést ganga frá glugganum.

Nú bera gestir að dyrum... meira seinna