19. öldin
Í móðukenndu morgunsári hádegisins sat ég í köflóttum slopp og hlustaði á Ríkisútvarpið, eins og öllum eldriborgurum sæmir. Þar heyrði ég yndislega tónlist eins og endranær bjarmar úr hátölurum útvarpa sem útvarpa RÚV. Frábær karlakvartett, stundum með fulltingi sópransönggkonu, sungu íslensk dægurlög frá nítjándu öld (n.b.: þessi upptaka var líka frá seinni hluta 19. aldar til fyrri hluta 20. aldar). Hvílík heiðríkja hvíldi yfir öndum mannanna á þessum tíma! Ég hvarf á vit fortíðar sem ég hefi aldrei þekkt, öld sakleysis, þar sem ofstopafull neytendamenning hafði ekki kollverpt hinum sönnu lífsgildum! Í bókinni Veröld sem var, hverja afi minn Þórarinn Guðnason þýddi, var sett fram sú kenning að eftir heimsstyrjaldirnar hafi menningu vorri hrakað, og að hún hafi aldrei náð sér síðan. Sjálfur verð ég að viðurkenna að í bjarma þess tíma er nútíminn heldur harður og grár. Þó er ekki öll von úti! Oft hefur undirritaður upplifað rauðgullinn sálaryl frændskapar og lífsgleði, og það ekki síst á Menntaskólaárunum.
Teboð í kvöld. Slík samsæti bjóða ekki upp á fyrrnefdan sálaryl, en þó má skemmta sér á þeim. Kiddi átti afmæli á fimmtudaginn, og því má segja að þetta sé á ákveðinn hátt afmælisdjamm honum til heiðurs. Heill þér, Kiddi! Heill ykkur öllum, kæru vinir!
|