Pie Jesu domine, dona eis requiem.
Þegar þetta blogg var blyggt (sögnin að blogga í þt.) var höfundur nýkominn af vortónleikum MR kórsins. Þangbrandr syngur í kórnum, og er bassi. Voru bæði kórmeðlimir og meðnjótendur hæstánægðir með tónleikana, og voru þeir vel heppnaðr, enn betur heppnaðr en Þangbrandr hafði búizt við fyrirfram.
Það er fá tilfinningin yndislegri en að syngja í kór, sérstaklega vel æfðum og upphituðum. Prýðisgóð leið til að slaufa skólaárinu, ef þér spyrjið mig.
Skjótt hefur veður í lopti skipast síðan síðasta blogg var blyggt. Ekki bara dó Páfinn, heldur var nýr kosinn líka. Joseph "malleus maximus" Ratzinger varð fyrir valinu, og treysti ég honum vel til að formæla samkynhneigðum, vinstrimönnum, vísindamönnum, (svo ekki sé talað um samkynhneigða og vinstrisinnaða vísindamenn) og öðrum rumpulýð hjákátlegra andlegra eftirlegusauða. Varið ykkur trúleysingjar, því HAMARINN KEMUR!
Muhaha... En sé öllu gríni sleppt óttast ég, kristinn maður, að svo íhaldssamur Páfi muni ekki hjálpa kristninni til langs tíma litið...
Sofa. Á morgun er dimissio, sofa núna já.
|