miðvikudagur, mars 30, 2005

Doddi í framboði

Athugazt skal að III. þáttur Þjóðbrélningasögu þótti mér úr hófi lélegur, og því ákvað ég að útmá hann úr rúmtímanum með delete takkanum. Frekara framhald á sorpfriti þessu verður frestað ótímabundið, ykkur og mér til sáluhjálpar.

Páskafríinu lauk á aðfaranótt ritunardags, og þykir mér gott að koma aptr í skólann. Ég óttast að lengra frí hefði ollið karlagningu og endanlegri niðursöltun skilningarvita og hugfettni höfundar. Næsta sunnudag verður geipilegur atburður í íslensku þjóðlífi! MR kórinn syngr í útvarpsmessu, svo skafið slepju páskaletinnar úr eyrum og hlýðið á! Innan skólans skipast veður í lofti. Kosningavikan er í nánd, og fjölmargir MRingar hugsa sér gott til glóðar, því af nógu er að taka. Sagt er að 15% allra MRinga séu embættismenn innan skólafélaganna. Ég ætla að bjóða mig fram sem gjaldkera skólafélagsins (dramatískir fiðluhljómar með pákuundirleik hljóma. Létt klarínettstef fylgir).






Nú hafið þið fengið tíma til að melta og hrista sjokkið af ykkur. Ég vonast svo sannarega til að lesendur treysti mér fyrir embættinu, og ég mun leggja mig allan fram í að bregðast ekki væntingum kjósenda sé ég kjörinn. Nú þarf ég hinsvegar að drífa mig á kóræfingu. Hittmzt heil.