Pereat!
Fyrr í dag hélt stór hópr framhaldsskólanema mótmæli á Austrvelli við Alþingishúsið. Voru nemarnir fýldir mjög yfir skeytingarleysi og fasisma yfirvalda, sem skellt höfðu skollaeyrum við mótmælum þeirra gegn styttingu náms til stúdentsprófs. Réttlætisþorsta ungmennanna var ekki svalað af stjórnvöldum. Þorgerði Katrínu var óskað tortímingar af yggldum ungmennum. Þegar fullljóst var talið að enginn samningsvilji væri bakvið bæjardyr Alþingis ákváðu nemar að taka til sinna ráða. Lengi höfðu MRingar spáð komu þessa tíma, og fyrir tæpum hundrað árum gerði hinn leynilegi herarmur Framtíðarinnar, "bronzprétórarnir" þá ráðstöfun að smíða ofgnótt langspjóta að forn-grísk/makedónskum sið, og fela þau gaumgæfilega í leynilegri neðanjarðarhvelfingu undir Íþöku. Sitjandi forseti Framtíðarinnar sótti vígbúnaðinn með fulltingi MRinga. Þeir vígbjuggust og mynduðu falanx að forn-grískum/makedónskum sið, og fylktu liði að Alþingishúsinu. Lögreglu reyndist erfitt að stöðva herinn, enda einungis vopnaðir kylfum, hverjar duga skammt gegn bronzdörrum í breiðfylkingu. Skjótlega höfðu MRingar umkringt Alþingishúsið og kröfðust inngöngu. Alþingismenn vörðust í fyrstu með heitu kaffi út um glugga, því næst sjóðandi vatni, og loks gripu þeir til þeir til þess ráðs að kasta pappírspressum og göturum á herdeildina, en allt fyrir bí. Felmtri slegnir byrgðu Alþingismenn MRingum inngöngu um fordyrið með þungum skrifborðum sínum, en MRingar leituðu ákaft inngönguleiðar. Þeir tóku loks til þess ráðs að byggja landgöngubrú frá þaki Dómkirkjunar að þaki Alþingishússins, hvar nokkrir útvalnir kappar skriðu niður um skorsteininn. Þingmennirnir voru handteknir án ofbeldis og læstir inni á klósetti. Menntaskólinn í Reykjavík tók nú alfarið að sér framkvæmda-, dóms-, og lögggjafavald Íslands. Steindór Grétar Jónsson var skipaður Forseti Íslands og Jón Bjarni Kristjánsson forsætisráðherra. Gunnar Hólmsteinn var skipaður fjármálaráðherra og Fannar Freyr Ívarsson Dómsmálaráðherra. Kristján Hrannar Pálsson var skipaður Menntamálaráðherra, sem og sérlegur píanóleikari Alþingis. Þórarinn Sigurðsson var skipaður klósettræstir hins Íslenzka Lýðveldis við lítinn fögnuð af hans hálfu. Samþykkt voru einróma á fyrsta þingi hinnar nýju ríkisstjórnar eftirfarandi frumvörp: Latína skal kennd í grunnskólum, og skulu kjör kennara miðast við þingmenn. Stjórnmálatengsl við Bandaríkin skulu rofin, og skal varnarliðinu gert að tæma herstöð sína öllum hergögnum og drattast heim til mömmu. Gular Hondur skulu alfarið vera bannaðar. Við löggæzlu tekur Róðrafélag Menntaskólans í Reykjavík, og skal það upphalda lögum og reglu á kostnað auðvaldsins.
Frekari fréttir verða tilkynntar er þær berast fréttastofu. Við minnum á Laugardagskvöld með Gísla Marteini, og þar eru gestirnir ekki af verri endanum. Halldór Ásgrímsson segir brandara og Davíð Oddsson leikur á þerimín.
aaaahhh....
Afsakið lélega færslu, en ég þurfti að koma þessu frá mér.
Misferskt mjöl í morknum poka.
|