föstudagur, september 02, 2005

Vafstur

Mikið vafstur er á höfundi þessa dagana, en góðvafið þó. Sólarhringurinn skiptist í: 1. sofa frá 12-7:40, 2. skóli frá 8:10-14:30, 3. skólafélagsvinna frá 14:30-17/18, 4. lærdómur til miðnættis með matarívafi.

Mikil gleði, mikið grín. Fjölþjóðleg heimadæmi og lútuglymur einkenna daginn í dag, þar sem Tæland sendi fulltrúa sinn í dæmasafn helgarinnar. Vinna! Vinna! Vinna!

En eins og Hippókrates kunngjörvði forðum: "All work and no play make Jack a dull boy". Sannleikskorn, nei, baðströnd sannleikskorna felst í þessu Axíomi Hippókratesar. Því skal trallað allhvað í nátt, og ekla verður eigi á limaskaki. Staðreynd!

Busarnir, já. Busar, busar. Busar.... Busar hafa flætt inn í höfuga og lakkaða ganga Skólans eins og hægðalosandi búðingur. En það eru að sjálfsögðu þeir sem munu skíta á sig á fimmtudaginn, sumir vegna hræðslu. Aðrir hafa ekki verið vandir af bleiunni, en það tollerast allt af þeim.

Hlakka til að slappa aðeins af... en það verður líklega ekki fyrr en ég legst til hinstu hvílu.
Lifið heil, elskurnar.