miðvikudagur, september 28, 2005

Júterpa

Stundum verður maður einfaldlega að fallast á kné fyrir Júterpu, músu tónlistarinnar. Fátt, ef eitthvað, veitir mér jafnmikla gleði og tónlist. Ekki margir deila gnægðri ánægju minni af söng, en þó eru fjöldamargir mun betri söngvarar en ég. Lengi hef ég gælt við þann draum að setja á fót söngkvartett, en vinir mínir hafa annaðhvort ekki áhuga eða tíma til þess. Líklegast áhuga. En ég læt það sem vind um eyrun þjóta! Lúðraþyturinn skal þraminn úr lungum sönghæfra smásálna! Vá hvað ég elska annars sögnina "að þremja" (eins og kenningin í vísu Egils Skalló: þundr þremja-vandar, sem þýðir þá drunur stríðs-vandar).

Já, með sanni má segja að ég sé mikill lífshedónisti á alla hugsanlega kanta. Mér er óheilbrigð ánægja af afar mörgu. Þó ekki af öllu.

Rústaði stærðfræðiprófi í dag, mikil gleði.
Ars longa, vita brevis. Hefur sjaldan átt eins mikið við og núna, enginn tími til neins!

Tónskáld dagsins er Rachmaninov, sérlega eru píanóprelúdíur hans leiknar af Ashkenazy í spilun.