þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Menntaskólinn að Lækjarhnjúkum

Skólinn er settur, bekkirnir hafa verið skipaðir og morkinskinnurnar þeytast út úr prenturunum. Skólasetningardagurinn var bráðskemmtilegur en mjög hektískur. Líst ágætlega á bekkinn, að sjálfsögðu eru ekki bara súrrandi fleppaðar manngerðir á eðlisfræði eitt, en við öðru mátti ekki búast. Við lentum í góðri stofu á jarðhæð Gamla Skóla með góða kennara. Vesalings Ármann Jakobs, hið andlega skrúðfygli, sem bað um að kenna sömu bekkjum og í fyrra á þessu ári fékk sömu bókstafi. Þannig eru aðeins sárafáir úr 4.X í 5.X, en Ármann er að mestu leiti fastur með svitfeitla nerði, þar á meðal mig. Sem þruma úr heiðskíru lofti kom sú staðreynd að ekkert var sett fyrir í stærðfræði á fyrsta degi. Lognið á undan storminum, býst ég við.

Frááábært að hitta elsku MR-ingana aftur, í allri sinni dýrð og fjölbreytileika; fjölbreytileika sem líkist vafalítið því er einfættur dvergur á þríhjóli neytir sýru er hann lítur gegnum hviksjá á sólarlag í Indusdal.