Gott er að skemmta sér.
Já, krakkar mínir, það er svo sannarlega geðheilsunni til framdráttar að sletta úr klaufunum, svona einu sinni og endranær. Hér sit ég undinn en sáttur eftir ræðukeppni, rabb, skankaskak, tebó, meira skankaskak, og bæjartölt með valinkunnum andans mönnum.
En vá, þessi ræðukeppni.
Þetta var nú soldið trist, er þaggi?
Ræðulið MR mætti á svæðið í fullum herklæðum, vopnað eggvopnum brýndum á hverfisteini mælskunnar og þungum gaddakylfum rökfestunnar. Þau komu tilbúin fyrir orrustu.
En það eina sem mætti þeim þegar á staðinn kom voru hálfkveðnar bögur og slyttingsleg rök.. ef MH-ingarnir komu þá með nokkur rök í einhverri ræðu þeirra.
Þetta er nú soldið trist. Jafnvel móðgandi, að þeir skuli ekki einu sinni hafa sent almennilegt ræðulið á móti okkur.
Annars verð ég að óska ræðuliði MR hjartanlega til hamingju með geðveika frammistöðu. Auk þess skal þakka þjálfaranum, auk Gunna og Darra.
Í keppninni voru gefin sirka 2100 stig. Þar af fékk MR 900 stigum meira en MH. Ekki gott, meine Sterneliebchen, ekki gott.
Annars gott að frétta. Gaman gaman. Gaman að hitta vini sína aftur! Maður vill gleyma því í amstri skóladaganna.
Peace.
|