sunnudagur, september 18, 2005

Busaferðin

Já, hér sit ég úldinn og úrundinn, en afar sáttur. Busaferðin 2005 stóð yfir um helgina, og vá hvað hún var hressó. Í raun voru þetta tvær ferðir í röð, bekkir A-E á föstudag-laugardag, F-I á laugardag-sunnudag. Flenniskemmtilegur árgangur, það verður seint tekið frá þeim.

Klikkað stuð, sungið og leikið á gítar frá komu til sex um morguninn. Margt rætt og margt hlegið. Óskeggvaxta busalingar trítluðu um gólfin og léku sér við fiðrildi meðan við suðum pelsur þeim til saðningar, seinna kepptu svo bekkirnir sín á milli í ýmsum leikjum (þið munið eftir þessu). Síðan fór mikill tími í að kynnast fólki og að spila og syngja. Fullyrða má, með nokkurri vissu, að Haukur Homm hafi farið á kostum í ferðinni, eins og honum einum er lagið. Eins og áður hefur sagt verið var sungið og spilað fram á rauða nótt, skriðið upp á dýnu um hálfsjöleytið. En hvað svo? Næsta dag endurtók sagan sig! Þvílíkt rugl. En vægast sagt gaman.

Það kvöldið var leikinn leikur, sem hin eðla stjórn Herranætur kunngjörvði okkur. Klara, þú veist hvaða. Svo er alltaf fyndið að kitla Svanhvíti. Sama uppi á teningnum það kveldið: sofnaði á leikfimidýnu um hálfsjöleytið undir værðarvoði mínu grænhyrnda eftir langt spjall og synglisöngl.

Ég gæti fjasað endalust um þessa ferð, en ég mun hlífa ykkur þeirri lönguvitleysu af einskærri samúð.

Lifið heil, dúllurnar mínar.