fimmtudagur, mars 10, 2005

Kiddavísur

Jæja, Kiddi minn. Mér leist svo vel á vísurnar sem þú ortir handa mér að ég settist niður og spreytti þessum erindum útúrmér. Ég er ekki alveg viss á reglum bragarháttarins, þú leiðréttir ef einhverju mætti betur fara. Njóttu.

Fimir, æfðir fljúga fingur nótnaborðið yfir
höfgir guðdómstónar óma
er hann leikur opna hljóma.

Kristján óður kletzmerskala klakklaust áfram spinnur
ávallt keyrir stuð úr hófi
ærslast skríll í svitakófi.