dómþefjun
Humm... eftir mikið maus tókst mér að koma linkum inn á síðuna. Njótið vel. Á mér ríður mál áríðandi. Nú þarf Þangbrandr hin dómþefjandi að ákveða hvort hann fer á Náttúrufræði 1 eða Eðlisfræði 1. Báðar brautirnar kynda bál námsfrygðar við minnsta umhygsi, svo valið er tregablandið.
Líklegri tel ek þó Náttúrufræðina, þar sem ég hygg(kí, fyrir þá sem kunna hljóðritun)st nema læknisfræði eptir nám í Latínuskólanum. En oss langar í stærðfræði.. Stærðfræði! Ó hve samhverf og forkunnafríð er eðlasta fræðigrein mannkynssögunnar! Hve hreinlynd og tyrfð eru rök þín! Sár verður söknuður minn, en ég mun aldrei gleyma þrotlausum stundum bograndi yfir hinum hrímhvítu dýrðarferningum uppljómunar, lögðum hinum fegurstu formum heimspekilegs vísdóms, bundnum saman af himneskum spíral fílabeinslits plasts og varðir fagurgrænum brynskjöldum pólýetenplasts, á hverjum stendur "Stærðfræði fyrir 4. bekk stærðfræðibrautar".
En Þangbrandr horfir til sjóndeildarhrings.
Hvað vill hann starfa við? Reikna aukastafi á pí?
Þegar hann íhyggst hygst honum læknisstarfið vænlegt.
Hjálpa fólki!
Læra læknisfræði!
Borða ost á vakt!
Hvers frekar gæti nokkur maður óskað sér? Mér er spurn.
|