Áskorun
Mikið finnst mér fyndið hvað stelpur fá miklu fleiri komment á síður sínar en strákar. Þetta hefur í sjálfu sér ekkert með gæði skrifana eða venslaþensl höfundarins, einungis það að stúlkur eru duglegri að merkja við hjá vinkonum sínum. Toppurinn er þó líklegast síðasta færsla hæstvirtrar Arngunnar, með 31 athugasemd. Sem eru álíka margar og flestir strákar fá um eins árs tímabil.
Arngunnur. Ef þú nærð hundrað, já hundrað athugasemdum á færslu, skal ég marséra upp og niður Vonarstræti klæddur sem sæbjúga.
|