Heilagur Jóhannes Kristostóm og hans litúrgía sé með oss!
Sumir hafa sagt íslendinga hafa keimlíka tónlistarsál Rússum. Þetta myndi útskýra hve vel öðrum þjóðum þykja Íslendingar spila Síbelíus, jafnvel jafn vel og Finnar. Reyndar er Síbelíus finnskur, en athygli skal vekja á að Finnar eru allúgrískir, en úgríska er aðeins gríska með ú-i skeyttu framan við, og Rússar eru jú grískt-orþódoxkir. Ástæðan fyrir því að ég vek athygli á þessu er hversu beinu sambandi ég næ við t.d. Tchaikoffsky og Rachmaninov, eða bara rússnesk þjóðlög og flotta rússneska /fyrrv. sovétríska kóra.
Ef til vill mætti kalla þetta "hina Norrænu sál"? Reyndar verð ég að taka hin goðmögn tónskriftanna með í reikninginn, en eins og flestir ættu að vita voru flest þeirra ekki rússnesk.
Þau verk Rachmaninovs sem ég ætlaði að minnast á fyrr í færslunni eru Vespers Op. 37 og Liturgy of St. John Chrysostom, Op. 31, eða Kvöldsöngvar og Tíðagjörð Heilags Jóhannesar hins Gullmynnta (já, án gríns). Verkin syngja Dumka, ríkiskór Úkraínu, og hinn Sinfóníski ríkiskór Rússlands.
Þessi verk tengja sig beint í hjartað í mér, svo ekki sé meira sagt. Ég er ennþá að leita að diski með karlakór St. Basilskirkjunnar sem söng hér um árið.
Svo er skyr líka gott.
|