fimmtudagur, júní 30, 2005

Stórmerki

Í Zimbabwe ríkir ófremdarástand. Robert Mugabe, forseti landsins, drýgir hverja heljarskyssuna á fætur annarri og lætur dólgslega. Hungursneyð ríkir sökum óstjórnar kempunnar, sem hefur á örskömmum tíma eyðilagt framleiðslugetu Zimbabwe á landbúnaðarafurðum.

Þó eru ekki allir íbúar Zimbabwe eins ólukkulegir. Samangoapar Bvumbasvæðisins voru í gleðilegu uppnámi í fyrrimorgun. Umsjónarmenn svæðisins voru furðu lostnir er þeir sáu apana dansa æsingslega auk þess að slefa óhóflega á meðan þeir fóru hamförum (ss. fóru stórfellt úr hárum) er þeir rykktust um jörðina í spasmakenndum tryllingi. Umsjónarmennirnir merktu einnig að sumir apanna slógu taktfast á bringu sér og orguðu af mikilli innlifun. En mest kom þeim þó á óvart þegar bumbuslátturinn / gargið auk dansins hætti skyndilega, og stór, gamall, forystuapi tók upp grasbítslærlegg, í hvern voru skorin göt af lystugleik, og blés kröftuglega í. Þar næst lyfti hann flautunni til himins og gargaði allhressilega í norð-norðvestur. Einungis einn sjónarvotanna, Sir Wimble Fitzgarfunkel, hafði skilning á athöfninni. Þrumu lostinn fleygði hann safarí-hatt sínum í loft upp og grenjaði svo undir tók í einglyrninu: "Ariel has returned from his year of being a foreign exchange student in the city of Nishny Novgorod, also known as Hólmgarður in the ancient tounge of Iceland, in Russia, whence he has flown by the means of an airplane whose owner's plane it is! So sayeth the monkey shaman."