Stakanov-Doddi
Mikið er yndislegt að vera vinnandi maður. Frá klukkan átta á morgnana til sex að kveldi hamast ég við byggingavinnu, land og þjóð til ómælds og óeftirtækilegs gagns. Þreyttur og galsafullur kemur maður heim og rennir sér í sloppinn, hlustar á valsa eftir Chopin og lætur hugann geysast um himinblámann. Reyndar efast ég um að Stakanov heitinn hafi getað hlustað á Mahler, en hvað um það.
|