Hyrj?
Í dag var ég að vinna kringum Hyrjarhöfða 8. Mér var spurn: hvaða orð í ef. er Hyrjar?
Orðið er ekki fleirtöluorð, því þá væri það Hyrjahöfði. Því giska ég á hyrj. Nákvæmlega hvað orðið hyrj þýðir skal látið liggja milli hluta, en viti einhvurjir málspekúlántar svarið er þeim guðvelkomið að uppljóma mig.
Tilvitnun dagsins:
„Það sem þú ert að segja mér hér er að í danskri fenj hafi fundist klyfj sem er minj um menj af trefj?“
-Radíusbræður
|