miðvikudagur, mars 30, 2005

Doddi í framboði

Athugazt skal að III. þáttur Þjóðbrélningasögu þótti mér úr hófi lélegur, og því ákvað ég að útmá hann úr rúmtímanum með delete takkanum. Frekara framhald á sorpfriti þessu verður frestað ótímabundið, ykkur og mér til sáluhjálpar.

Páskafríinu lauk á aðfaranótt ritunardags, og þykir mér gott að koma aptr í skólann. Ég óttast að lengra frí hefði ollið karlagningu og endanlegri niðursöltun skilningarvita og hugfettni höfundar. Næsta sunnudag verður geipilegur atburður í íslensku þjóðlífi! MR kórinn syngr í útvarpsmessu, svo skafið slepju páskaletinnar úr eyrum og hlýðið á! Innan skólans skipast veður í lofti. Kosningavikan er í nánd, og fjölmargir MRingar hugsa sér gott til glóðar, því af nógu er að taka. Sagt er að 15% allra MRinga séu embættismenn innan skólafélaganna. Ég ætla að bjóða mig fram sem gjaldkera skólafélagsins (dramatískir fiðluhljómar með pákuundirleik hljóma. Létt klarínettstef fylgir).






Nú hafið þið fengið tíma til að melta og hrista sjokkið af ykkur. Ég vonast svo sannarega til að lesendur treysti mér fyrir embættinu, og ég mun leggja mig allan fram í að bregðast ekki væntingum kjósenda sé ég kjörinn. Nú þarf ég hinsvegar að drífa mig á kóræfingu. Hittmzt heil.

föstudagur, mars 18, 2005

Þjóðbrélninga saga- II. hluti

Svo var sagt meðl manna at Dómþefr sagþi bræðr sínum frá draumsýn sinni. Réðu þeir ráðm sínm óráðvillt en hugtryllt mjök. Eptir langr vangaveltr ákváðu bræðr at sækja ráð til Héðreyks, hver kappi var mikll og fjölfarnn. Ferð bræðrnn leiddi þá ok yfr snævi þakta tinda Bjönfnismarkr ok víða dali Húrglódslands. Er þeir nálguðist bústað Héðreyks á hinum mikla fjallstindi Skýgnæfni fundu þeir hann ok eigi. Á miða er ok á borði þar stóð "Fluttur til Tróglódíu", en þat var ok heimaland bræðranna. Skunduðu bræðr þá ap kostgæfni til föðrlandsins, frá hverju þeir höfðu upprunalega farið og hittu Héðreyk í hliðarskúma hlöðu, í hverri þeir höfðu gist náttina sem Dómþefr ok dreymdi draum sinn. Héðreykr heilsaði þeim vel og hélt þeim veislu. Góð var sú veisla.
Er kapparnir ok horfð á dvergaat ráðlagði Héðreykr Dómþefi at leita spjóts Dúndr-Tjakks, Hvell-Spengls hjá hinum þrítigarma ofurskrýmslsdjöfli Bangkok-Bubba, hver bjó í hellinum "Gleðihús Tomma" í landinu Taí, hver var illræmdur mjög. Var þat mál manna at hellirinn væri illræmdr. Dómþefr kinkaði koll sínm er hann ok tuggð marinérað dvergs-læri. Konungr Astró-Dvergnna sat í postulínshásæti sín ok skipþi herjum sínm at vígbúast. Vígbést her hans ok var vígalegr í vígbúnaþ sínm.

Nú magnast spennan! (aftur)! Astró-dvergrnr eru tilbúnir í slaginn! Ná bræðurnir að bjarga heiminum frá tortímingu? Missið ekki af viðureigninni við Bangkok-Bubba, hverri var frestað fram á næsta blogg. Hún verður geipileg!

sunnudagur, mars 13, 2005

Þjóðbrélninga saga- I. þáttur

Í tíð fyrndri gengu bræður þrír um lendur víðar í víðum lendaskýlum. Elstur þeirra var Dómþefr hinn spaki, fjölkynnigr maðr ok spakr. Honum yngri en þó yngsta bróður eldri var Mélhrímnr hinn öri, er allra bogmanna beztr var. Yngstur bræðra var Kóðgrér hinn megni, megnastr allra ok leikinn með ax ok alls kyns handknúin höggvitæki. Voru þeir bræðr synr Þjóðbrélnis hins vitra. Ein tíð er þeir bræðr voru komnr úr sínu síðasta ævintýri, hvar þeir höfðu yfirbugað Tróþkrómni hinn hrylliglega, dreka mikinn, ok her kafloðinna flug-rostunga, sóttist að Dómþefi draumsýn er hann ok svaf. Þar sá hann dverg, hver var svo loðinn að ei sást annað en loðhrúga alsherjr væri. Dvergurinn sagði Dómþefi sögu sína. Kvaðst dvergurinn heita Tumbaldrir, sonur Dúndr-Tjakks hins mikla. Nafn Dúndr-Tjakks var þekkt um víða veröld sökum mikilla hetjudáða er hann ok drýgði, ok sökum bleiks plasthatts, hvern hann gekk ávalt með á höfði sér. Dúndr-Tjakkur hafði átt mikið spjót er Hvell-spengll hét, ok var það spjót mikið. Mikið var það spjót. Spjót þetta var eina spjót heims er Þver-víddræna, illa astró-dverga vegið gat. Sagði Tumbaldrir Dómþefi að Handfeitill, konungr astró-dverganna, undirbyggi árás á mannheima. Til að bjarga heiminum frá vísri glötun yrðu bræðurnr þrír að finna Hvell-spengl ok sigr með honum her illra, þver-víddrænna astró-dverga. Dómþefr vaknaði við sólris ok dustaði hálminn af brynju sinni. Bræður hans voru þegar vakandi ok steiktu villidverg á teini. Dómþefr sagði þeim draum sinn ok voru þeir íbyggnr á svipu.

Nú magnast spennan! Fylgist grannt með framgangi sögunnar á næstu dögum.
Í næsta þætti hitta bræðurnir gríðarstóran, þrítigarman djöful, hver eldi spýr ok þrumum gnýr!
Missið ekki af suddalega illa skrifuðu ævintýri, og þeirri lágkúrulegu skemmtun sem aflestur þess veitr!

fimmtudagur, mars 10, 2005

Kiddavísur

Jæja, Kiddi minn. Mér leist svo vel á vísurnar sem þú ortir handa mér að ég settist niður og spreytti þessum erindum útúrmér. Ég er ekki alveg viss á reglum bragarháttarins, þú leiðréttir ef einhverju mætti betur fara. Njóttu.

Fimir, æfðir fljúga fingur nótnaborðið yfir
höfgir guðdómstónar óma
er hann leikur opna hljóma.

Kristján óður kletzmerskala klakklaust áfram spinnur
ávallt keyrir stuð úr hófi
ærslast skríll í svitakófi.

miðvikudagur, mars 09, 2005

dómþefjun

Humm... eftir mikið maus tókst mér að koma linkum inn á síðuna. Njótið vel. Á mér ríður mál áríðandi. Nú þarf Þangbrandr hin dómþefjandi að ákveða hvort hann fer á Náttúrufræði 1 eða Eðlisfræði 1. Báðar brautirnar kynda bál námsfrygðar við minnsta umhygsi, svo valið er tregablandið.

Líklegri tel ek þó Náttúrufræðina, þar sem ég hygg(kí, fyrir þá sem kunna hljóðritun)st nema læknisfræði eptir nám í Latínuskólanum. En oss langar í stærðfræði.. Stærðfræði! Ó hve samhverf og forkunnafríð er eðlasta fræðigrein mannkynssögunnar! Hve hreinlynd og tyrfð eru rök þín! Sár verður söknuður minn, en ég mun aldrei gleyma þrotlausum stundum bograndi yfir hinum hrímhvítu dýrðarferningum uppljómunar, lögðum hinum fegurstu formum heimspekilegs vísdóms, bundnum saman af himneskum spíral fílabeinslits plasts og varðir fagurgrænum brynskjöldum pólýetenplasts, á hverjum stendur "Stærðfræði fyrir 4. bekk stærðfræðibrautar".

En Þangbrandr horfir til sjóndeildarhrings.

Hvað vill hann starfa við? Reikna aukastafi á pí?
Þegar hann íhyggst hygst honum læknisstarfið vænlegt.
Hjálpa fólki!
Læra læknisfræði!
Borða ost á vakt!
Hvers frekar gæti nokkur maður óskað sér? Mér er spurn.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Zork

Jájá. Nú er maður kominn með miða á Iron Maiden, fyrir tilstilli góða mannsins, hver heitir Darri og er mér vel kunnugur. Hann skundaði af föðurlandsást í Kringluna, hvar hann keypti miða af kostgæfni. Þykir mér mjög miður að hafa ekki getað þráð þorrann með Darra "Góðrarvonarkrulla" Kristmundssyni, en ég ber mér það til skammarminnkunar að á sama tíma stóð yfir kórpartí heima hjá mér. Þar var svo sannarlega ekkert hrafnaþing, heldur var dans, gleði og kórsöngur viðhafður af pjertíglöðum kórmeðlimum.

Stærðfræðipróf á morgun. Líst bara nokkuð vel á þetta, farinn að lesa stærðfræði eins og hún væri mogginn. Samt endaði ég á því að spila Bach á gvítórinn í ómælda stund. Ótrúlegur snillingur hann Bach, yndislegt hvernig hann raddar áreynslulaust bassann og háu nóturnar saman.

Illur bifur plagar mig. Sá heitir Zork og er allstór, þakinn grænu hreistri. Nagdýrsgúll hans hvæsir rámum rómi illum fréttum til mín. Hann segir mér að Marteinn "Eyja-sultur" Hunger Friðriksson, hinn heittelskaði kórstjóri MR kórsins hætti eptir næsta skólaár! Ég stari í glákukennda og bláa augnhnetti skrýmslsbifursins og spyr hvort hann sé að plata mig, en hann gefur aðeins frá sér skrækan og illkvitnislegan hlátur og hverfur samstundis gegnum slímuga sprungu í jörðinni sem lokast með hvelli á eftir honum.

Óþreyjufullur spyr ég Martein hvort þetta sé satt, og hann staðfestir grun minn. Úff! Nú er bara að vona að við fáum annann góðan kórstjóra á eftir Marteini! Það er ekki auðvelt að finna mann af hans kalíberi sem er tilbúinn að taka að sér þvíumlíkan kór og MR kórinn...

Ó mikli Guð tónlistarinnar! Haltu hlífisskildi þínum yfir kórnum okkar!