Óhagstæður samanburður
Æ hvað mér þykir leiðinlegt að kunna ekkert á bloggsíður... Ég var að skoða hina nýbökuðu, glansandi síðu Arngunnar (konungleg fleirtala ætti hér við) og sá í einni hendingu hvu hjákátleg mín eigin er. Lengi hef ég öfundað Arngunni af því að vera skemmtilegri bloggari en ég, en þetta var sem olíusletta á brennandi múlasna.
Nú er hennar líka orðin ýkt kúl! Ég íhuga að setjast í helgan stein...
|