laugardagur, maí 13, 2006

Af óvonandi varmadauða alheimsins og mannætu-fólínsýrunni Kláusi.

Jessör, það er fátt meira hressandi en að sökkva sér í stjarneðlisfræði og íhuga óhjákvæmilegt komandi örkuml alheimsins fyrir atbeina varmadauðans. Fokking varmadauði! Þú, sárgagl, sem attir Bolzmann til sjálfsvígs! Megir þú vera tjargaður og fiðraður, og látinn geisast út á salti stráðar auðnir á vísundsbaki! Pussi.

Úr hæstu turnum geta skarpeygðir eygt lok prófanna á sjóndeildarhringnum. Þeir sjá þá vaða upp fjarlægar strandir hið mikla færanlega partí sem er próflokagleðin. Dansandi sekkjapípuleikarar og belgtrommarar skoppa í gleði sinni og fjöldi dverga sýnir kúnstir sínar á baki dýrum savannans. Partíið er þó ekki enn komið í bæinn, því enn eru fjegur próf eftir hjá mér, örmum. Munnleg stærðfræði er næst á dagskrá. Ég vonast eftir að fá meðalgildisregluna, enda er hún glæsilegasta sönnun sem ég hef séð á ævinni... hvílík stjarna.

Hvað varðar mannætu-fólínsýruna Kláus, þá ætla ég ekki að eyða meira púðri í hann. Ef menn vilja fræðast frekar um fólínsýru bendi ég á vandlega umfjöllun um hin skynsamari ættmenni Kláusar.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Í tilfefni íslenska stílsins

Nú hefur Þorsteinn , betur þekktur sem Khazgharoth, skrifað eip-stíl á ensku til að viðhafa skefjalaust orðagjálfur. Nú mun ég gera ið sama, nema á íslensku, og yrkja dróttkvæðið Bjall-þvengil.

Bjall-þvengill

Loftfleygum gall lúðurs
loðnum þvengils boðni,
hrímbeygt skáru hrúðboð
hróðþrömum Bjallis móðum.
Yggbræði gall eggjar
umþvall yggv og humall.



tak þetta og et, Þorsteinn!

Ég tók síðan prófið sem er svo vinsælt um þessar mundir á hinum ýmsu bloggsíðum.


You scored as Mathematics.
You should be a Math major!
Like Pythagoras, you are analytical,
rational, and when are always ready
to tackle the problem head-on!

Engineering


100%

Biology


100%

Mathematics


100%

Philosophy


100%

Sociology


83%

Chemistry


83%

Linguistics


83%

Psychology


83%

Anthropology


83%

Dance


75%

Journalism


75%

Theater


75%

English


58%

Art


33%



ég hef greinilega of mikinn áhuga á of mörgu, hvort sem það er gott eða vont.

Allahu ackbar!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Gamli góði prófafílingurinn

Ó já, hann er svo sannarlega farinn að segja til sín, gamli letifílingurinn sem vífur að í kringum prófin. Síðasta próf sem ég fór í var munnleg enska í gær. Áður en ég skrifaði þessa setningu fannst mér sem þrír dagar hefðu liðið síðan. Ó, við Jób, svo sannarlega er gjörvilleikur allur og atgervi Föðurs Tíma drýldnari og silalegri en nokkurndeilis annarstíðis. Ég fer ekki í próf fyrr en á mánudaginn! Vissulega er þetta gott svigrúm og allt það, en af öllu góðu er ofgnægð þó kæfandi segi ég! O, hvað ég vildi vera á drekabaki með leiserspjót, í eltingarleik við illilegt fljúgandi loðskrýmsl eða þvíumlíkt. Því miður eru tækifæri nútímamannsins til drekareiða fá.

Nú eru allir fornmælingar og náttúrufróðir að fara í málvísindi/grísku/lífræna efnafæð á morgun.

Ég mun sofa út á morgun.

Síðan dúlla ég mér niður á Laugaveg, kaupi stílabók, heimsæki ömmu og rabba við hana um landsins hvert ógagn og benjar. Amma mín er nefnilega mikill spaði, meiri en nokkur sem ég hef kynnst á ævinni. Hennar krú innihélt m.a. Tómas Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum og Dóra Laxness. Svo gerir hún náttúrulega fáránlega góðan hrísgrjónagraut.

En já, klukkan er orðin tíu og fréttirnar kalla.