föstudagur, desember 31, 2004

Elgsfeiti

Það aldin út er sprungið....
já, tónleikar gærdagsins mökuðu mér sannlega spass (dregið af Spas machen á þýsku). Stórmeistararnir Aron og Halli fóru á kostum í einsöng sínum, og kórinn stóð sig vel. Tónleikagestir virtust ánægðir með frammistöðuna, og skv. fyrri málsgrein er ég sammála því mati. Stundum óska ég þess að við æfðum oftar. Þessi kór býr yfir mörgum efnilegum söngvurum og þó hann sé góður núna að mínu mati, gæti hann verið stórkostlegur með meiri æfingu. Þó er allskostar óvisst hvort metnaðargjarnir og latir MRingar nenni eða geti yfirhöfuð að æfa meira en tvisvar í viku. Hlakka til að sjá himnana lýsast af ljósadýrð marglitra flugsprengna, auk djamméringu sem ég vonast til að verði. Í tilefni dagsins hef ég samið vísu um ofdrykkju. Vísan heitir því geypifrumlega nafni Ofdrykkjuvísa, og ríma öll orð í henni við orð tveim línum neðar. Þó komst ég ekki hjá smá ofstuðlun í þriðju línu. Ég biðst forlátssemi og þyrmslu, ó mikli Guð skáldskaparins.

Happi hleypir fokið lok
hressir, bætir, kætir,
Kappi keitir morkið kok
klessir, ætir, grætir.