Vá.
Ég mætti á fyrstu æfingu hjá Mótettukórnum í gær - ótrúleg upplifun!
Þrátt fyrir að eiga 4 ár í kór að baki fannst mér eins og ég hefði aldrei verið í kór áður þegar ég heyrði fyrst hljóminn í upphituninni. Ég hef aldrei verið hluti af kórhljóm sem er svona öflugur, hreinn og fallegur. Yfirferðin var miklu hraðari en ég á að venjast úr MR og Háskólakórnum, en það var allt í lagi - í raun alveg mátulegt. Þar að auki voru allir í kringum mig svo öruggir að ég gat bara slappað af og vandað mig við að syngja og passa inn í hljóminn.
Til dæmis reyndi ég að hlusta eftir röddinni í gaurnum við hliðina á mér, en ég gat ekki greint röddina hans því hljómurinn í bassanum var svo samstilltur!
Háskólakórinn er fínn fyrir það hlutverk sem hann ætlar sér, en ég mun aldrei geta litið hann sömu augum eftir æfinguna í gær.
Hvílík snilld! Ég get varla beðið eftir næstu æfingu...
|