mánudagur, nóvember 14, 2005

Varðandi bumb

Ég hefi bumbaður verið af Þorsteini. Ekki veit ég hver fann upp á "Bumbi", en það felst í því að sá sem er bumbaður skal þylja þrenn drykki og þrenn tyggvanleg matvæli sem hugkvæmast sér. Værsgú.

Lögur
1. Íslenzkt fjallavatn, lífselixírinn kjarngóði.
2. Skoskt eyjaviskí, þvag stríðsguðsins. Namminamm! Bragðast eins og skosk gleði.
3. Dr. Pepper, sem hvarfast svo yndislega við gráðaost í munnholi voru.

Smjattó
1. Roquefort. Myglaður, safaríkur og rammheiðinn.
2. Lamb. Alltaf gott að jórtra á sakleysingjunum.
3. Ég. Gómsætur.

Humm. Ég held að bumbspírallinn staðnemist hjá mér að sinni. Leyfum öðrum að baða sig í honum.

Fréttir: Embættismannaferðin var sveittari en offitusjúklingur í kapphlaupi upp fjall vaxið frumskógi á flótta undan sverðtígri. Mjólk Heiðrúnar fyllti gnægðarhorn sumbllystugra, en þó var höfundur hófsamur og maklegur að vanda. Meira skal ekki sagt í bili, enda um gríðarlegt subb-og svallorgíueip að ræða. Seinna verður komið með nákvæmari lýsingu á ferðinni.