Veðurspá
Á sama hátt og djúpar lægðir gefa af sér fellibyli og önnur váleg veðurfyrirbrigði tilkynni ég hér með að blogg þetta skal endurreist, og það ekki í fyrsta sinn. Gallinn við blogg er að maður hefur tilhneigingu til að hugsa “nei, það hefur enginn áhuga á þessari pælingu” og þar af leiðandi er ekkert skrifað í lengri tíma.
Prófin eru í hápunkti, og hafa gengið mun betur en ástundun mín býður mér að verðskulda. Ég er ekki frá því að vera mjög þakklátur fyrir þessa velgengni eftir tjúllaðri haustönn en ég hef séð áður! En maður hefur líka gaman að því að vera í prófum: maður ræður yfir eigin tíma. Þú ferð í próf á þessum tíma, lærðu það sem þarf á þínum eigin forsendum og gangi þér vel, það er algert sjitt að neyðast til setu á skólabekk undir hæggengum, risaeðlukenndum fyrirlestri rykfallins möppudýrs þegar maður gæti nýtt tímann miklu betur með lestri! Án þess að vera með leiðindi út í kennarastéttina, því margar hetjur eru til þar, þá held ég að öllum leiðist stundum hraðaleysið í yfirferð efnis sumra faga. Það segir allavegana sína sögu þegar margir geta lært í minna en 10 klst. fyrir próf og fengið 8+ á því!
En að öðru,
...Auk þess liggur anime serverinn íslenski niðri! Geðheilsuveita mín er hætt að dæla til mín undraefni mínu! Ég örvænti þó ekki því ég á enn byrgðir af eldra efni sem ég get smjattað á. Arnar Tómas, ef þú lest þetta, þá þarf ég að fá flakkarann þinn lánaðan. Onegai-shimasu!
Hvernig hefur ykkur gengið í prófunum kæru lesendur? Og hvaða dóm fær haustönn Skólafélagsins hjá ykkur? Tjáið ykkur. Þögn jafngildir fullyrðingunni “ég iðka munnmök við geitur”.
|