Mens insana in corpore insano
Já, elskurnar, ég er veikur. Dagurinn hefur flotið hjá, meðfram Chopin-píanókonsertum og stórum skammti af Rachmaninoff. Það getur verið frábært að fá veikindadag og sökkva sér í óreiðu hugans óáreittur. Þetta hefur þó ekki gengið algerlega upp, þar sem ég hef sent um 10 tölvupósta og hringt helmingi fleiri símtöl, því Skólafélagið þjáist jú af svefnleysi eins og öll almennileg slík apparöt hljóta að gera. Það geri ég þó ekki og svaf af áfergju í nokkra klukkutíma ofan í sófa... það sem mig dreymir undir áhrifum klassískrar tónlistar (svo ég tali ekki um Sjóbba og Ragga) er ekki fyrir dauðlegan huga að skilja, en mjög gaman að missa sig í ef maður er þannig upplagður. Ég mæti því fesrkur og fullur díónýsísks innblásturs til skólunar mergis (á morgun).
Mér var víst bætt inn á linkalista 3. C.
Gaman að því. Nú vil ég fá nokkur komment frá ykkur, þið hljóðlátu busar! Baulið ef þið valdið enn lestri!
|