fimmtudagur, september 28, 2006

Ég er Líbanon!

Já, svo sannarlega er ég Líbanon. Ég sit hér við tölvuna í fullum jakkafataksrúða með nafnspjald í ól um hálsinn, á hverju stendur: MenntóMUN 2006, Þórarinn Sigurðsson, Lebanon.

Ég er að taka þátt í model-UN sem haldið er í HR um helgina..
Vonum að þetta verði eins hresst og það þarf að vera til að vera tímans virði. Við fáum þó að hitta forsetann og spaðast í jakkafötum í nokkra daga. Svo er líka ókeypis kaffi.

Við í líbönsku sendinefndinni höfum ekki kosningarrétt, enda aðeins með áhorfanda- og tillögurétt. Við verðum að fá Kínverjana, Rússana og helst slatta af V-Evrópumönnunum til að styðja stóraukna þróunaraðstoð og aukna nærveru UNIFIL, öryggissveita SÞ í suður-Líbanon. Við getum ekki stjórnað þessum hluta landsins, en árásum Ísraela verður að linna! Öll sú hæga uppbygging sem unnin hefur verið síðan ísraelska hersetuliðið fór hefur nú verið gerð að ösku. Landið er í sárum, mengun er gríðarleg og ég hef borðað of mikið af smákökum með tenu mínu. En gott er teið, við erum ennþá að drekka kílóið sem við keyptum á Heathrow á leiðinni frá Róm í páskafríinu. Fortnum & Mason's, Assam Superb og Earl Grey: íkor guðanna.

Djamm um helgina, ójá. Það verður engin sumblekla við mínar bæjardyr, það skal ég segja ykkur!

Annars er ég mjög sáttur með busana í ár. Svo virðist sem mórallinn hjá þeim sé ansi þéttur. Ég virðist líka vera kominn með link á síðuna mína frá allmörgum busabekkjum, hef mjög gaman að því.


Við hæfi er því að ég ljúki pistlinum með síðustu orðum Leónídasar er hann var veginn við Thermopylae:

ER EKKI DJAMM?

Ætli það ekki, elskurnar, ætli það ekki.

miðvikudagur, september 27, 2006

Mens insana in corpore insano

Já, elskurnar, ég er veikur. Dagurinn hefur flotið hjá, meðfram Chopin-píanókonsertum og stórum skammti af Rachmaninoff. Það getur verið frábært að fá veikindadag og sökkva sér í óreiðu hugans óáreittur. Þetta hefur þó ekki gengið algerlega upp, þar sem ég hef sent um 10 tölvupósta og hringt helmingi fleiri símtöl, því Skólafélagið þjáist jú af svefnleysi eins og öll almennileg slík apparöt hljóta að gera. Það geri ég þó ekki og svaf af áfergju í nokkra klukkutíma ofan í sófa... það sem mig dreymir undir áhrifum klassískrar tónlistar (svo ég tali ekki um Sjóbba og Ragga) er ekki fyrir dauðlegan huga að skilja, en mjög gaman að missa sig í ef maður er þannig upplagður. Ég mæti því fesrkur og fullur díónýsísks innblásturs til skólunar mergis (á morgun).

Mér var víst bætt inn á linkalista 3. C.

Gaman að því. Nú vil ég fá nokkur komment frá ykkur, þið hljóðlátu busar! Baulið ef þið valdið enn lestri!

mánudagur, september 25, 2006

Busaferðin

Busaferðin var haldin þessa helgina, og leyfist mér að fullyrða æðisleik hennar með allnokkurri vissu. Í ferðinni var margt ódauðlegt, reif bak við lokuð tjöld, hvolpaást meðal busanna og hetjuleg barátta okkar Guðmundar Egils við jagúar sem gerði sig heimakominn í félagsheimilinu. Við ramman leik tókst okkur Gumma að hrekja ófétið frá skelfdum busunum með skerptum bambusprikum og allnokkrum dólgslátum. Dýrið var svo að lokum króað af inni í skúr og stungið í klessu, uns það drapst.

Mig furðar hvað svona ferðir eru skemmtilegar, af hverju fara menn ekki oftar í svona? Legið í móanum og glápt á stjörnuhrap, göngutúrar og illa grillaðar pylsur! Díónýsos yrði stoltur, ef hann væri ekki allaf svona fullur. En það er ekki okkar að ákveða.


Busaferðin í fyrra var líka æðisleg, en þessi sló öll met. Það er ekkert betra en að drekka ferskar sálir. Ég er ekki frá því að mér hafi fundist 6. bekkur frekar þurr og líflaus í samanburði við díónýsíska gleði og opna huga busanna þegar ég gekk til náms í dag.. Kannski ættum við að líta í eigin barm í þessu tilliti. Þótt síðustu ár hafi fært okkur þekkingu og meiri krafta á andlega sviðinu er ég ekki frá því að kvörn daglegs gráma hafi deyft egg augna okkar.

En vei því að augun - eru glugginn að sálinni!

Gleymum ekki einlægninni og undruninni sem fyllti okkur fyrstu mánuði skólagöngunnar! Fleiri bros, meiri hlátur og þorstinn í félagsskap mega ekki slokkna þó drukkið sé úr túttu lífsins, kæru vinir.

עורו אחים, עורו אחים

הבה נגילה ונשמחה

Mælti frómur gyðingur forðum tíð, og ég verð að samsinna honum.

Uru, uru, achim! Hava nagila venis'mecha.
Vaknið, vaknið bræður! Djammið og gleðjist.

mánudagur, september 11, 2006

Svefngalsi og brjál

Ég fékk skrifborð í dag. Sérleg Júðsk sendinefnd kastaði vígðu vatni sínu yfir það, svo andagift allra snillinga þessa glæsta kynstofns mætti leka úr þvagleifum þeirra gegnum húð mína til heilans, er ég sit við skriftir. Vegginn krýnir að sjálfsögðu mynd af Alla Einsteins, enda er hann uppáhaldsgyðingurinn minn. Gyðingar virðast skara fram úr á öllum sviðum, og ekki er laust við það að maður öfundi þá nett af snilli þeirra. En þannig er það, og fáum Íslendingum er fært að plægja annað en hið norræna moldarflag sem grimmúð heimsins hefur skenkt þeim.

En úr mold í Gold! Busaballið var haldið við mikinn fögnuð og gróða. og metsala var á miðum. Þegar ég horfði á sveitta menn í tógum, umvafða glóstöngum og geislavirkum vökva tók ég um höku mér á ábúðarfullan hátt og hugsaði: "Only the true master". Svona leið Shinobi þegar hann sigraði Neo-Zeed að þriðja sinni og hefndi loks læriföður síns, Joe Musashi. Miyamoto Musashi, nafnfaðir téðs Joes, var að sjálfsögðu hinn ósigrandi skylmingasnillingur sem reit Hina Fimm Hringi. Ég óska honum góðrar hrísgrjónastöppu.

Skóli. Sofa.

sunnudagur, september 03, 2006

What's on my mind

Fanuilos heryn aglar
Rîn athar annún-aearath,
calad ammen i reniar,
mi'aladhremmin ennorath!
A Elbereth Gilthoniel!
I chîn a thûl lin míriel
fanuilos le linnathon
ne ndor haer thar i aeron.



Mig langar heim.
Reynið að ráða gátuna, kæru lesendur.