Ég er Líbanon!
Já, svo sannarlega er ég Líbanon. Ég sit hér við tölvuna í fullum jakkafataksrúða með nafnspjald í ól um hálsinn, á hverju stendur: MenntóMUN 2006, Þórarinn Sigurðsson, Lebanon.
Ég er að taka þátt í model-UN sem haldið er í HR um helgina..
Vonum að þetta verði eins hresst og það þarf að vera til að vera tímans virði. Við fáum þó að hitta forsetann og spaðast í jakkafötum í nokkra daga. Svo er líka ókeypis kaffi.
Við í líbönsku sendinefndinni höfum ekki kosningarrétt, enda aðeins með áhorfanda- og tillögurétt. Við verðum að fá Kínverjana, Rússana og helst slatta af V-Evrópumönnunum til að styðja stóraukna þróunaraðstoð og aukna nærveru UNIFIL, öryggissveita SÞ í suður-Líbanon. Við getum ekki stjórnað þessum hluta landsins, en árásum Ísraela verður að linna! Öll sú hæga uppbygging sem unnin hefur verið síðan ísraelska hersetuliðið fór hefur nú verið gerð að ösku. Landið er í sárum, mengun er gríðarleg og ég hef borðað of mikið af smákökum með tenu mínu. En gott er teið, við erum ennþá að drekka kílóið sem við keyptum á Heathrow á leiðinni frá Róm í páskafríinu. Fortnum & Mason's, Assam Superb og Earl Grey: íkor guðanna.
Djamm um helgina, ójá. Það verður engin sumblekla við mínar bæjardyr, það skal ég segja ykkur!
Annars er ég mjög sáttur með busana í ár. Svo virðist sem mórallinn hjá þeim sé ansi þéttur. Ég virðist líka vera kominn með link á síðuna mína frá allmörgum busabekkjum, hef mjög gaman að því.
Við hæfi er því að ég ljúki pistlinum með síðustu orðum Leónídasar er hann var veginn við Thermopylae:
Ætli það ekki, elskurnar, ætli það ekki.