Comedian Harmonists: sendir að ofan!
Ég vil vekja athygli lesenda á hinni vægast sagt ótrúlegu sönggrúppu Comedian Harmonists. Um er að ræða þýzkan sextett, þ.e.a.s. einn píanista sem útsetur líka, og fimm söngvara, tvo tenóra (annan hærri), tvo barítóna og einn bassa. Sveitin var upp á sitt besta á 3. og 4. áratug 20. aldarinnar, og var ferill þeirra nær gullinn frá byrjun. Þeim sem vilja fræðast meira um þá bendi ég á
Þeir eru alveg yndislegir, þessir pelar. Ef þú ert einhver sem ég þekki máttu endilega fá tvo feita safndiska með þeim lánaða hjá mér hvenær sem er. Breiðum út boðskapinn!
Það var líklegast ekki fyrr en ég hlustaði á þá að ég fattaði hve undurfagurt tungumál þýzkan er...
Annars gott að frétta. Sit hér um miðja nótt eftir góða spretti í afmæli Steindórs Grétars. Á morgun skal þó gjalda fyrir leti dagsins í dag. Fyrir hverja synd bíður hegning! Stærðfræði! Njála! Beittar spýtur! Ég skelf nú þegar.
Check thineself before thou wreckest thyself, dude.
|