Fjallkonungurinn
Uppstigningardagurinn sem átti að fara í samfelldan lestur fór í langa Esjugöngu með tveim vinkonum. Hversu lengi getur ein Esjuganga varað? Greinilega rúmlega fimm tíma! Ástæða þessa er líklegast hversu mikið við eipuðum á leiðinni. Að lokum komumst við upp fjallið eftir mikla vitleysu, og fann ég prýðisgott hásæti á tindi Esjunnar. Þar settist Fjallkonungurinn og góndi yfir víðfeðmar lendur sínar og á Atlantshafið. Fjallkonungurinn hafði hlaupið upp Esjuna berfættur, eins og sönnum íslenskum karlmanni sæmir, og sofnaði höfgum svefni í Tindastólnum eftir að hafa sporðrennt kjötlögðum brauðsneiðum auk einhvers bölvænlegs heilsunammis sem stúlkurnar potuðu að honum. Nokkru síðar rumskaði hann og með þrísöng skeiðuðum við niður kletta, skriður, snjó og gras þar til við loksins komum að bílastæðinu um fimmleytið.
Þá þarf bara að lesa Kein Schnaps für Tamara fyrir Þýskuprófið á morgun. Þetta yndislega þjóðlag var sungið þónokkrum sinnum á leiðinni. Learn the Frón or be a flón!
Ísland, farsælda frón,
og hagsælda hrímhvíta móðir,
hvar er þín fornaldar frægð,
frelsið og manndáðin best?
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himininn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Gangi svo öllum vel í Þýzku / Frönsku / Spænsku á morgun.
|