Benedikt Kristjánsson
Af gefnu tilefni vil ég herma ykkur frásögu af Benna vini mínum, sem stundar nám við MH og söngskólann.
Benni var með mér í bekk allt frá sjöunda bekk til loka tíuna bekkjar. Áhugi drengjarins á rokktónlist var vægast sagt gríðarlegur, og varð hann skjótt góður vinur Leibba og Gumma holu. Af grunnskólaárunum er kannske lítið að segja, því ég kynntist Benna ekki fyrr en seint í 10. bekk og eftir grunnskólann. Þó ber að minnast á að hann lék á rafgítar og söng í ýmsum hljómsveitum á hinum ýmsu atburðum í félagslífinu.
Leiðir skildust eftir grunnskólann, og fór Benni harðákveðinn í MH. Þar gekk hann fljótlega í MH-kórinn margfræga og blómstraði. Fyrst um sinn er ég þekkti engann í MR sótti ég djamm með gömlum vinum í MH, og voru Benni og Gummi Hola þar framarlega í flokki, þar sem Benni hefur æ verið stuðbolti.
Því er verr að samskiptin dvínuðu um mjög eftir því sem ég kynntist fleirum innan MR, sótti klaufaúrslettingar þar og rak frá gamla hópnum sem ég átti máske aldrei almennilega heima í, þrátt fyrir að Benni, Gummi og Leifur hafi verið góðir vinir og gullmenni mestu.
Benni fann köllun sína í hinni eðlu list söngsins, og kom fljótt í ljós að hann hafði fyrir sér þónokkra hæfileika á því sviði. Meðal afreka hans þar eru að lenda í öðru sæti í Söngkeppni MH, syngja sóló með MH-kórnum við fjöldamörg tilefni og kröftug þáttaka í Músíktilraunum með hljómsveitinni Maníu.
Ég viðurkenni að ég var nokkuð stoltur af karlinum þegar hann dúxaði í grunnstigsprófi í söngskólanum með 96 stig af 100, og var þá jafnhár hæstvirtun Aroni Axeli MR-Kórtés (sem telst seint blávatn í söngnum, það skal ég segja þér.)
Svona vill gerast þegar menn fara í mismunandi skóla; menn gleyma að hittast. Hinsvegar höfum við haldið allgóðu sambandi gegnum MSN, og er það vel.
Nú verð ég að skunda á kóræfingu. Danmöööörk!!