Útskrifaður
Þá er komið að því, MR er lokið. Við taka ný og spennandi viðfangsefni, og fyrsta veigamikla ákvörðun mín innan menntageirans síðan í tíunda bekk hefur verið tekin: stærðfræði í HÍ er næst á dagskrá.
Á útskriftinni héldu margir menn, vafalaust nafntogaðir á ýmsa og frækilega lund, langar og frækilega nafntogandi ræður á hendur Menntaskólanum, nemendum hans og sjálfum sér. Fyrir inspectorssetuna fékk ég pakka af bókum, nafn hverra var einhver útgáfa af "Minningar úr Menntaskólanum, x-ta bindi", og voru þær án alls efa gefnar mér í þeim eina tilgangi að ég gæti haldið álíka langar, keimlíkar og nafntogandi ræður á hendur Menntaskólanum og nemendum hans þegar ég skríð upp í pontu veðraður og ónýtur af ellislitieftir sjötíu ár.
Hefur þessi hefð vafalítið viðgengist í mörg árhundruð, og viðhaldið bæði stöðlunargildi ræðnanna annars vegar og tryggt ákveðna lágmarkseftirspurn eftir minningarritum um MR.
Júbílantaballið var geigvænlega skemmtilegt, líklega einn eftirminnilegasti og hressasti atburður allrar skólagöngu minnar. Ég tvistaði við Ragnheiði Torfa, fyrrverandi rektor, og hélt ræðu um ísjaka.
Þessir "Stúdentsviðburðir" í kringum útskriftina höfðu þau mjög jákvæðu áhrif að minna mann á hversu sterk og drjúg vinaböndin sem myndast í MR geta reynst manni alla ævi. Á sama tíma minntu þeir mig á hversu mikilvægt er að rækta frændgarð skólafélaga minna sem best, svo ég megi uppskera frekari vinskaparlauk þaðan síðar.
Til hamingju með útskriftina, 6. bekkingar, og látum oss rækta lauk.
|