Il Maestro
Maggi Lú vann Meistarann og er því ekki einungis nýbakaður forseti Framtíðarinnar og hljóðnemungur Gettu Betur heldur líka Meistarinn. Titlasöfnun mannsins virðist ekki þekkja nein takmörk, ef til vill verður hann fyrsti forseti Sólkerfisins áður en yfir lýkur.
Vissulega geta menn ekki ráðið örlögum sínum að fullu, en þeir nýta tíma sinn, aðföng og hæfileika á þann hátt sem þeim sýnist. Mágurinn uppskar einfaldlega eins og hann sáði til.
|