Hér sit ég og blasta Kvöldsöngvum sankti-Jóhannesar Krísóstóms (gullkjafts) eftir góðan skammt af sjálfskapaðri freðmjólk, þekkt leikmönnum sem ís. Því miður virðast allir kunningjar mínir annaðhvort vera fjarstaddir Reykjavík eða undirþramdir Belefgor, erkidjöfli letinnar og óvini sumblfýsnar og gleðihalds. Ég hef af þeim sökum eytt kvöldinu í spjall við Armenskan fasteignasala og gyðinglegan píanóleikara frá Long Island, að glöggva mig á sértæku afstæðiskenningunni og Hindúisma.
Vá, ég er strax farinn að hlakka til að fara aftur í Skólann! Ég hlakka til að hittta vinina aftur, þetta yndislega fólk sem alltaf tekst að lýsa upp fyrir manni daginn. En þó er ekki örvæntingar þörf, því ég er að fara til tveggja sólríkra og, takandi tillit til miðbaugslægni, funheitra landa áður en hausta tekur.
Skólafélaginu gengur eins og vel smurðum Skota að ferðast gegnum loftræstikerfi: mjög vel. Samningar eru flestir í höfn, hjólin snúast og kotbændur sækja diskótek, við mikinn fögnuð.
Ég átti annars afmæli í gær. Hver er til í partí?
laugardagur, júlí 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|