Strengjafræði
Strengjafræði er afskaplega merkileg pæling þegar kafað er í merkingu hennar. Það skal ég hinsvegar ekki gera hér, þar sem sumir lesendur gætu orðið hvumsa af umræðum um 26-víð rúm sem bósónustrengir sveiflast í, eða fegurð þess hvernig strengjakenningin gæti loks tengt saman óreiðukenndan heim skammtafræðinnar og yfirvegaðan heim almennu afstæðiskenningarinnar. Í kvöld horfði ég nefnilega á mjög skemmtilega heimildarmynd með nokkrum samnörðum mínum í 6.X auk eins eðlisfræðikennara. Myndin var að sjálfsögðu hönnuð fyrir bandarískan áhorfendahóp, og því horfðum við oft lengi í einu á þáttinn á tvöföldum hraða (með fast-forward, án gríns). Sérstaklega var fyndið þegar háfleygum pælingum um 5-vítt rúm rafsegulsveiflna var breytt í brauðhleif, sem og þegar þyngdaraflinu var líkt við kanilsykur og sterka kjarnakraftinum líkt við sultu.
Ef menn eru alger bavíön skulu þeir endilega missa af fyrirlestri Lárusar Thorlaciusar í hátíðarsalnum á morgun kl. 8. Ef menn telja sig ekki vera bavíön skulu þeir ekki missa af þessu frábæra framtaki Vísindafélagsins og vera á staðnum. Ég vil líka benda áhugasömum á, að góð hugmynd væri að lesa sér til um efnið áður en þeir mæta á staðinn, svo við forðumst hjákátlegar spurningar um vensl latneskra sagnmynda við alheimssálina (feis).
Be there or be square.
Tilvitnun dagsins:
"If we can't be free, at least we can be cheap"
-Frank Zappa
|