föstudagur, febrúar 29, 2008

Garðyrkjumaðurinn og garðurinn

"Out of damp and gloomy days, out of solitude, out of loveless words directed at us, conclusions grow up in us like fungus: one morning they are there, we know not how, and they gaze upon us, morose and gray. Woe to the thinker who is not the gardener but only the soil of the plants that grow in him!"


-Nietzsche.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Stjarnpáfi

Ef hinn grimmúðugi Keisari Stjarn-Heimsveldisins tæki sér stöðu hér á jörðinni, hvar myndi hann koma sér fyrir? Spurningin er ef til vill ekki svo fáránleg, og jafnvel er rangt að nota viðtengingarhátt í því samhengi. Ættum við kannski frekar að spyrja: fyrst geim-þrömurinn Palpatine "Þrumuputti" er meðal vor, hvar eigum við að leita hans? Svarið felur sig ekki, ber sér ekki einu sinni laufblað leyndar fyrir bölvænlegri ásjónu sinni. Innan skamms mun hinn góðlátlegi "Þjóðverji", sem vermir nú bekki páfabústaðarins ylhýrum og bústnum rasskinnum sínum, þremja mannkynið undir myrkan vilja sinn!

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Some days you get the bear, and some days the bear get you.

Ojæja.


Við töpuðum þessum kosningum. Ekki get ég öfundað vulgusinn af því fláræði sínu að kjósa hitt félagið, en slíkt er eðli lýðræðisins. Ég leyfi mér að vitna í ónefndan villimannahöfðingja hinnar fornu Germaníu, er hann hafði nýtapað orrustu fyrir Latverjum:

"We will be back, and with bigger axes!"

Annars er líka fínt að falla aftur í gamla farið. Líf háskólanemans er rólegt og afslappað; það er ekkert sérlega stressandi við að liggja á bakinu í slopp, drekka te og lesa stærðfræði allan daginn.