Orto bai souzoushii desu.
Já, eins og segir í fyrirsögninni eru bifhjól oft hávaðasöm. En dregur síst úr ágæti hinnar nýútgefnu myndar undan verndarvæng Stevens Spielbergs, Memoirs of a Geisha. Téður er nýkominn af henni og er vel heillaður, vafalaust besta mynd sem ég hef séð í ár. Japan er ótrúlega heillandi land, og hefur sú löngun gerjast og ágerst í mér um nokkurt skeið að ferðast þangað eða læra þar sitthvað nýtilegt einn daginn. Þó munu vindar örlaganna ákveða hvurt þeir blása mér, og skal ekki tíðrætt um þess lags vindbelging hér. Vindar örlaganna eru ágætlega þefjandi um þessar mundir, ekki það að ég sé manna fróðastur um það, verandi lyktarskynslaus með öllu. Gaman í skólanum sem og í Skólafélaginu, og nú þegar þjónustuári mínu fer að ljúka hugsar maður hlýjum hug til allra þeirra óteljandi klukkustunda sem fóru í starfið. Margt rugl var framið, margt biskupsefnið barið með kúskaranum og mikið að gamni gjörvt, en þannig er það líklega með allar almennilegar stjórnir. Mæli með þessu fyrir áhugasama.
Ég ætla ekki að pynta lesendur með frekara þvargi í bili, en mun líklega þremja eina geðveila smásögu bráðum, eins og mér einum er tamt.
Zou o kaozeru, sumimasen.
(Mér þykir það leitt, en færni minni við fílatalningu er ábatavant.)
Svona er japanskan stuttorð og skemmtileg, nicht war?