föstudagur, nóvember 18, 2005

Þossii!!

Þorsteinn átti afmæli á fimmtudaginn, og telst því samkvæmt öllum helstu mælikvörðum vera átján ára (Þrym-Trúglátar myndu þó segja hann vera 3 og hálfs Garþronks alinn, en ekki skal tíðrætt um Þrym-Trúgláta þar sem þeir hafa sáralítið vægi í nútímasamfélagi þenkjandi manna). Nú er þessi glæsilegi dökkfexti gæðingur löggildur til brullkaups, "Kallinn er heitur, fáið ykkur bita áður en hann klárast(sic)"(Aristóteles), og ættu þeir sem hyggjast stunda manneldi til kynbóta að fá a.m.k. eitt undan "Fagra-Blakki" á meðan færi gefst.

Þossi, þú ert svo on fire að Fabio sjálfur legst út í horn og kjökrar af minnimáttarkennd í návist þinni.

Þessi dama féll í yfirlið af einskærri frygð er hún bar Þorstein augum. Þorsteinn sést ganga frá glugganum.

Nú bera gestir að dyrum... meira seinna

mánudagur, nóvember 14, 2005

Varðandi bumb

Ég hefi bumbaður verið af Þorsteini. Ekki veit ég hver fann upp á "Bumbi", en það felst í því að sá sem er bumbaður skal þylja þrenn drykki og þrenn tyggvanleg matvæli sem hugkvæmast sér. Værsgú.

Lögur
1. Íslenzkt fjallavatn, lífselixírinn kjarngóði.
2. Skoskt eyjaviskí, þvag stríðsguðsins. Namminamm! Bragðast eins og skosk gleði.
3. Dr. Pepper, sem hvarfast svo yndislega við gráðaost í munnholi voru.

Smjattó
1. Roquefort. Myglaður, safaríkur og rammheiðinn.
2. Lamb. Alltaf gott að jórtra á sakleysingjunum.
3. Ég. Gómsætur.

Humm. Ég held að bumbspírallinn staðnemist hjá mér að sinni. Leyfum öðrum að baða sig í honum.

Fréttir: Embættismannaferðin var sveittari en offitusjúklingur í kapphlaupi upp fjall vaxið frumskógi á flótta undan sverðtígri. Mjólk Heiðrúnar fyllti gnægðarhorn sumbllystugra, en þó var höfundur hófsamur og maklegur að vanda. Meira skal ekki sagt í bili, enda um gríðarlegt subb-og svallorgíueip að ræða. Seinna verður komið með nákvæmari lýsingu á ferðinni.

laugardagur, nóvember 05, 2005

5. X- Sjaldan fellur feitin langt frá steikinni.

Nú finnst mér tími kominn til að ræða um bekkinn minn, 5.X. Við fyrstu sýn gæti svo virst sem í honum væru aðeins úrbeinuð lúðuflök sem grúta út kalkúlus, en svo er ekki. Ég nefni dæmi. Í bekknum finnast meðal annars:

Öryrki (MC)
Flugmaður
Handboltamógúll
Sveitt góður píanisti
Sveitt góður bassaleikari
Sveitt góður Tommi

Bekkjarandinn virðist vaxa ört, líkt og massi eindar sem nálgast ljóshraða. Þó er hér ekki öll sagan sögð, því allir X-ingar lifa tvöföldu lífi. Á daginn leysa þeir stærðfræðidæmi. En þegar sólin sest klæða þeir sig í kevlar-spandexið og berjast gegn ranglæti. Þeir eru X-menn.

Hvur veit, kannski skrifa ég niður æfintýr þeirra síðar. En nú er klukkan orðin margt, og spandexið er þröngt um mittið. Ég uni mér aldrei hvíldar! Með diffrun skal durgum benjar þremja. Sofið rótt, já rótt. Því X-mennin vernda ykkur vökulum augum og vel skilgreindum reikniaðgerðum.