sunnudagur, apríl 22, 2007

Lengi má vont versna

Næsta hrörnunarstigi mínu hefur verið náð. Ég er kominn með mæspeis (smella á titil). Líflátshótanir berist til Laugarásvegar 13, miðhæðina (vinstri lúguna).

Stúdentsprófin eru byrjuð, en því ærnara er tilefni þess að vippa sér út um mánahlið ímyndunaraflsins í bloggheima. Ég spái sílækkandi pH-gildi bloggpistla því lengra sem liðið er á próftímann.

Lag dagsins: Monasteria de Sal með flamíngógítarleikaranum Paco de Lucía.
Tilvitnun dagsins: "Science is like sex. It may produce some practical results, but that's not why we do it." -Richard Feynman,
Kvikmynd dagsins: Munich.
Fugl dagsins: geirfugl.
Maður dagsins: Jónatan,
Stúdentspróf dagsins: Hagfræði.
Frumefni dagsins: kóbalt.
Fornhetja dagsins: Afbélnir frá Litlu-Þröm.